James Dobson

James Dobson

James Clayton Dobson yngri (fæddur 21. apríl 1936), einnig þekktur sem Jim Dobson, er bandarískur rithöfundur, sálfræðingur og stofnandi kristnu íhaldssamtakanna Focus on the Family sem hann var í forsvari fyrir til ársins 2010. Á níunda áratugnum var hann einn áhrifamesti talsmaður íhaldssamra kristinna samfélagsgilda í Bandaríkjunum.[1] Þó svo að hann hafi aldrei verið vígður til prests var hann titlaður „áhrifamesti trúarleiðtogi bandarísku þjóðarinnar“ af The New York Times á meðan Slate lýsti honum sem arftaka trúarleiðtoganna Jerry Falwell og Pat Robertson.[2][3][4]

Dobson var fyrirferðarmikill í mörgum átakamálum sem tengjast bandarísku menningarstríðunum (e. Culture Wars), átökum um menningu og samfélagssáttmála Bandaríkjanna sem rekja má til sjöunda áratugarins, ris hinnar Nýju vinstrihreyfingar og gagnmenningarinnar (e. Counter Culture). Dobson taldi að kynfrelsisbylting sjöunda áratugarins hefði bæði getið af sér femínisma og klámvæðingu sem ógnuðu fjölskyldunni sem væri hornsteinn samfélagsins.

  1. Detwiler, Frederick E.; Detwiler, Fritz (1999-12). Standing on the Premises of God: The Christian Right's Fight to Redefine America's Public Schools (enska). NYU Press. ISBN 978-0-8147-1914-5.
  2. Kirkpatrick, David D. (1. janúar 2005). „Evangelical Leader Threatens to Use His Political Muscle Against Some Democrats (Published 2005)“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 4. desember 2020.
  3. Olsen, By Ted. „Who's Driving This Thing?“. ChristianityToday.com (enska). Sótt 4. desember 2020.
  4. „James Dobson“, Wikipedia (enska), 20. nóvember 2020, sótt 4. desember 2020

© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search